Á Vopnafirði eru ýmsir möguleikar til íþrótta- og tómstundastarfs. Á Vopnafirði eru ótal leiksvæði, gott íþróttasvæði, sundlaug, golfvöllur og fleira. Hver og einn ætti að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Á Vopnafirði eru ýmsir möguleikar til íþrótta- og tómstundastarfs. Á Vopnafirði eru ótal leiksvæði, gott íþróttasvæði, sundlaug, golfvöllur og fleira. Hver og einn ætti að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Félagsmiðstöðin Drekinn er félagsmiðstöð grunnskólabarna. Hún er til húsa í Austurborg, Lónabraut 4.
Sundlaugin stendur á bakka Selár þar sem áir rennur í grunnu gljúfri. Leitun er að jafn fallegri staðsetningu sundlaugar.
Í íþróttahúsinu er líkamsræktarstöð sem rekin er af sveitarfélaginu. Í henni eru um 20 líkamsræktartæki sem flest eru staðsett á efri hæð hússins, þar sem áður voru áhorfendapallar.
Íþróttasvæðið er í Holtunum, efstu byggðum bæjarins. Á svæðinu eru grasvellir, vallarhús, strandblakvöllur og ærslabelgur.
Bærinn er ríkulega búinn leikvöllum. Hverfisleikvellir með leiktækjum eru í öllum hverfum, auk grasvalla með marki til fótboltaiðkunar og ærslabelgs.
Golfvöllur Vopnafjarðar, Skálavöllur, er 9 holu völlur, sem legu sinnar vegna hefur ákveðna sérstöðu. Hæðótt landslagið getur verið ögrandi og þrátt fyrir smæð skortir ekki fjölbreytnina.
Vopnafjarðarhreppur styrkir frístundaiðkun barna og ungmenna á aldrinum 6-18 ára með framlagi að upphæð kr. 20.000 á ári.