Fundur nr. 12
Kjörtímabilið 2018—2022
Kjörtímabilið 2018—2022
Félagsheimilinu Miklagarði kl. 12:00
Teitur Helgason ritaði fundargerð
Í ljósi þess að við erum að fara í verkefnið Barnvænt sveitarfélag leggur nefndin til eftirfarandi.:
Frístundastyrkur nái líka til barna undir 6 ára aldri.
Frístundastyrkur verði hækkaður í 30.000 krónur.
Í fundargerðum frá 7.3.2019 - 8.4.2019 - 24.4.2019 - 16.10.2019 - 7.1.2020 hefur nefndin tekið þetta mál fyrir og þrýst á að farið sé í þessa framkvæmd. Stoppaði það á því að fara þyrfti í heildarskipulag við íþróttahús.
Nefndin óskar eftir að farið sé í þess framkvæmd sem fyrst, búið að berjast fyrir þessu í nokkur ár og teljum við að það sé kominn tími til að framkvæma.
Nefndin veit til þess að körfur eru tilbúnar og búið er að merkja fyrir tveimur völlum. Það vantar bara að gengið sé í verkið og það klárað. Nefndin vill þrýsta á að þetta verði klárað fyrir sumarið.
Þórhildur fer yfir verkefnið Barnvænt sveitarfélag og hvað felst í því.
Þórhildur fer yfir starfið í félagsmiðstöð.
Nefndin óskar eftir upplýsingum um stöðuna á skólalóð.
Nefndin óskar eftir upplýsingum um aðgangsstýringu í líkamsrækt.