Æsku­lýðs- og íþrótta­nefnd

Fundur nr. 12

Kjörtímabilið 2018—2022

12. apríl 2021

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 12:00
Teitur Helgason ritaði fundargerð

Fundur æskulýðs- og íþróttanefndar Vopnafjarðarhrepps haldinn mánudaginn 12. apríl 2021 kl 12. í Miklagarði

1. Almenn mál#1-almenn-mal

  • Frístunda­styrkur yngri barna

    ​Í ljósi þess að við erum að fara í verkefnið Barnvænt sveitarfélag leggur nefndin til eftirfarandi.:

    Frístundastyrkur nái líka til barna undir 6 ára aldri. 

    Frístundastyrkur verði hækkaður í 30.000 krónur.​


  • Heitir pottar við íþróttahús

    ​Í fundargerðum frá 7.3.2019 - 8.4.2019 - 24.4.2019 - 16.10.2019 - 7.1.2020 hefur nefndin tekið þetta mál fyrir og þrýst á að farið sé í þessa framkvæmd. Stoppaði það á því að fara þyrfti í heildarskipulag við íþróttahús.

    Nefndin óskar eftir að farið sé í þess framkvæmd sem fyrst, búið að berjast fyrir þessu í nokkur ár og teljum við að það sé kominn tími til að framkvæma.​


  • Fris­bí­golf­völlur

    ​Nefndin veit til þess að körfur eru tilbúnar og búið er að merkja fyrir tveimur völlum. Það vantar bara að gengið sé í verkið og það klárað. Nefndin vill þrýsta á að þetta verði klárað fyrir sumarið.​


  • Önnur mál

    ​Þórhildur fer yfir verkefnið Barnvænt sveitarfélag og hvað felst í því.
    Þórhildur fer yfir starfið í félagsmiðstöð.
    Nefndin óskar eftir upplýsingum um stöðuna á skólalóð.
    Nefndin óskar eftir upplýsingum um aðgangsstýringu í líkamsrækt.

Fundi slitið klukkan 13:08.