Sumarnámskeið eru í boði fyrir börn fædd á árunum 2012—2018.
Markmið með sumarnámskeiðum er að veita börnum öruggt, skapandi og hvetjandi umhverfi þar sem þau leika sér, læra og efla félagsfærni.
Börn fædd 2015-2018#born-faedd-2015-2018
Um er að ræða þrjú námskeið fyrir börn fædd á árunum 2015 – 2018.
Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 9:30 – 12:00.
Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13:00 – 15:30.
Vika 1 - Ævintýri í náttúrunni: 10.-13. júní#vika-1-aevintyri-i-natturunni-10-13-juni
Markmið: Auka tengsl við náttúruna, kveikja forvitni og sköpun.
Gönguferðir, fjöruferð, skapandi smíðavinna, ratleikur og fleira.
Vika 2 - List og leikgleði: 16.-20. júní#vika-2-list-og-leikgledi-16-20-juni
Markmið: Þróa sköpun, tjáningu og samvinnu.
Mála, móta, búa til, leiklist, sögugerð og fleira.
Vika 3 - Vísindi og forvitni: 23. – 27. júní#vika-3-visindi-og-forvitni-23-27-juni
Markmið: Kveikja áhuga á vísindum og uppgötvun.
Einfaldar tilraunir, uppfinningar og smiðjur.
Börn fædd 2012-2014#born-faedd-2012-2014
Um er að ræða þrjú námskeið fyrir börn fædd á árinu 2012 -2015.
Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 13:00 –15:30.
Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 9:30–12:00.
Vika 1 - Ævintýri, útivist og lifandi náttúra: 10.-13. júní#vika-1-aevintyri-utivist-og-lifandi-nattura-10-13-juni
Markmið: Efla tengsl við náttúruna, auka útivist, náttúruathuganir og sköpun.
Fjöruferð, björgunarsveit, útieldun og fleira.
Vika 2 - Sköpun, fjölmiðlar og sjáfstjáning 16.-20. júní#vika-2-skopun-fjolmidlar-og-sjafstjaning-16-20-juni
Markmið: Kveikja sköpunarkraft, í gegnum hljóð, mynd, leiklist og fjölmiðla.
Hlaðvarpsgerð, handrit, stuttmynd logo, plakat og listaverk.
Vika 3 - Vísindi, áskoranir og framtíðin 23.-27. júní#vika-3-visindi-askoranir-og-framtidin-23-27-juni
Markmið: Örva vísindalega hugsun, tilraunir, nýsköpun og tæknilegar áskoranir.
Tilraunir, áskoranir og margt fleira.
Skráning og upplýsingar#skraning-og-upplysingar
Verð fyrir hverja viku er 6.300 kr. og hægt er að nýta frístundastyrkinn. Hægt verður að skrá börn viku og viku.
Skráning fer fram á Abler frá og með 1. apríl 2025.
ATH. Foreldrar þurfa að sjá börnum sínum fyrir nesti
Mæting í félagsmiðstöðina Drekann Lónabraut 4.