Fjölskyldur á ferð um Vopnafjörð geta haft nóg fyrir stafni:
- Á íþróttasvæðinu efst í þorpinu má m.a. finna ærslabelg, strandblakvöll og frisbígolfvöll.
- Leikvelli má finna í öllum hverfum og einnig við skólasvæðið sem er steinsnar frá tjaldsvæðinu.
- Dorgveiði á bryggjunum getur slegið í gegn hjá öllum aldurshópum.
- Fjöruferðir eru vinsælar en mjög vinsælt er að fara í Sandvík, Skjólfjörur og Fuglabjargarnes.
- Skálavöllur 9 holu golfvöllur Golfklúbbs Vopnafjarðar stendur fyrir sínu hjá golfiðkendum.
- Merktar gönguleiðir má finna víðsvegar í Vopnafirði.
- Sundlaugin í Selárdal er í 11 km fjarlægð frá þorpinu.