Fjöl­skyldan

Fjöl­skyldur á ferð um Vopna­fjörð geta haft nóg fyrir stafni:

  • Á íþrótta­svæðinu efst í þorpinu má m.a. finna ærslabelg, strand­bla­kvöll og fris­bí­golf­völl.
  • Leik­velli má finna í öllum hverfum og einnig við skóla­svæðið sem er steinsnar frá tjald­svæðinu.
  • Dorg­veiði á bryggj­unum getur slegið í gegn hjá öllum aldurs­hópum.
  • Fjöru­ferðir eru vinsælar en mjög vinsælt er að fara í Sandvík, Skjól­fjörur og Fugla­bjarg­arnes.
  • Skála­völlur 9 holu golf­völlur Golf­klúbbs Vopna­fjarðar stendur fyrir sínu hjá golf­ið­k­endum.
  • Merktar göngu­leiðir má finna víðs­vegar í Vopna­firði.
  • Sund­laugin í  Selárdal er í 11 km fjar­lægð frá þorpinu.