Fjölskyldur á ferð um Vopnafjörð geta haft nóg fyrir stafni. Í bænum eru leikvellir, golfvöllur, frisbígolf og ærslabelgur. Selárlaug er stutt frá þorpinu og nóg er af fjörum fyrir fjöruferðir.
Fjölskyldur á ferð um Vopnafjörð geta haft nóg fyrir stafni. Í bænum eru leikvellir, golfvöllur, frisbígolf og ærslabelgur. Selárlaug er stutt frá þorpinu og nóg er af fjörum fyrir fjöruferðir.
Bærinn er ríkulega búinn leikvöllum. Hverfisleikvellir með leiktækjum eru í öllum hverfum, auk lítilla grasvalla með marki til fótboltaiðkunar og ærslabelgs.
Sundlaugin stendur á bakka Selár þar sem áir rennur í grunnu gljúfri. Leitun er að jafn fallegri staðsetningu sundlaugar.
Bustarfell er bær í Hofsárdal í Vopnafirði. og er einn af fegurstu torfbæjum á Íslandi.
Golfvöllur Vopnafjarðar, Skálavöllur, er 9 holu völlur, sem legu sinnar vegna hefur ákveðna sérstöðu. Hæðótt landslagið getur verið ögrandi og þrátt fyrir smæð skortir ekki fjölbreytnina.
Í Vopnafirði eru þrjú tjaldsvæði, eitt í bænum og tvö í sveitinni.