Nýjar frístund­ar­reglur styðja við barn­vænt samfélag í Vopna­fjarð­ar­hreppi

Vopna­fjarð­ar­hreppur hefur nú sett sér nýjar frístund­ar­reglur sem markmið hafa að skapa jákvætt, uppbyggi­legt og öruggt umhverfi fyrir öll börn og ungmenni í sveit­ar­fé­laginu.

Regl­urnar eru hluti af innleið­ingu verk­efn­isins Barn­vænt sveit­ar­félag, sem unnið er í samstarfi við UNICEF á Íslandi. Með verk­efninu skuld­bindur sveit­ar­fé­lagið sig til að styrkja rétt­indi barna og radda þeirra í öllum þáttum samfé­lagsins – ekki síst í frístund­a­starfi þar sem mörg börn verja stórum hluta frítíma síns.

Börn eiga rétt á að njóta frístunda með virðingu og vellíðan#born-eiga-rett-a-ad-njota-fristunda-med-virdingu-og-vellidan

Markmið regln­anna er að tryggja að öll börn geti stundað frístundir í andrúms­lofti þar sem gleði, virðing, jafn­rétti ríkir. Þær eru leið­bein­andi fyrir börn, foreldra, þjálfara, leið­bein­endur og aðra sem koma að skipu­lögðu frístund­a­starfi.

Frístund­ar­regl­urnar byggja á hugmynda­fræði Barna­sátt­mála Sameinuðu þjóð­anna og leggja áherslu á jákvæð samskipti, góða fram­komu og þátt­töku barna í eigin frístund­a­starfi. Börn eiga að fá að tjá sig, njóta verndar og upplifa sig örugg í öllu skipu­lögðu starfi sem þau taka þátt í.

Samvinna og samtal – grunnur að góðu starfi#samvinna-og-samtal-grunnur-ad-godu-starfi

Við gerð regl­anna var haft samráð við þá sem starfa með börnum í sveit­ar­fé­laginu, og lögð áhersla á að skapa sameig­in­legan skilning á mikil­vægi góðra samskipta og jákvæðs andrúms­lofts. Með þessu er lagður grunnur að öflugra og barn­vænna samfé­lagi þar sem raddir barna fá að heyrast og þarfir þeirra eru í forgrunni.

Við hvetjum alla sem koma að frístund­a­starfi – foreldra, starfs­fólk og börnin sjálf – til að kynna sér regl­urnar og taka þátt í að skapa betra umhverfi fyrir börn á Vopna­firði.

Frístundareglur Vopnafjarðarhrepps#fristundareglur-vopnafjardarhrepps