Í Vopnafirði eru tvö tjaldsvæði, eitt í bænum og eitt í sveitinni.
Ásbrandsstaðir#asbrandsstadir
Á korti
Opið allt árið
Ásbrandsstaðir eru utarlega, norðanmegin í Hofsárdal, um 7 km. frá kauptúninu á Vopnafirði. Ef farið er um hringveginn þá er beygt inn á veg veg nr. 85 í Vesturádal og síðan beygt upp og yfir hálsinn inn á veg nr. 920 í Hofsárdal. Ef farið er um Hellisheiði, nr. 917, þá er síðan beygt inn á veg nr. 920.
Tjaldsvæði er á Ásbrandsstöðum. Tjaldsvæði fyrir alla, rafmagnsstaurar fyrir húsbíla og tjaldvagna. Í aðstöðuhúsinu er eldunaraðstaða, Ísskápur, salernis og sturtuaðstaða, þvottavéla og þurrkaðstaða bæði úti og inni. Á tjaldsvæðinu er leiktæki fyrir börn. Golfvöllur er stutt frá og stendur gestum til boða að leigja golfsett hjá okkur. Mjög ferskt vatn af 70 metra dýpi er til drykkjar beint úr krönunum.
Gestgjafar: Erla, Haraldur og Jón
Heimilisfang: Ásbrandsstaðir
Sími: 473 1459 eða 863 8734
Netfang: jon_haralds@hotmail.co.uk
Facebook-síða
Tjaldsvæði Vopnafjarðar#tjaldsvaedi-vopnafjardar
Á korti
Opið á sumrin
Tjaldsvæðið er staðsett á fallegum stað ofarlega í þéttbýlinu norðanverðu. Það er á tveimur flötum þar sem útsýnið yfir þéttbýlið, fjörðinn og að myndarlegum fjöllunum handan fjarðarins er hreint magnað. Tjaldsvæðið er fremur smátt.
Í aðstöðuhúsi eru 2 snyrtingar, sturta og aðstaða til þvotta utandyra. Ská á móti tjaldstæðinu, í um 100 metra fjarlægð, er Íþróttahús Vopnafjarðar. Þar eru bæði snyrtingar og sturtur sem gestir tjaldsvæðisins geta nýtt sér gegn vægu gjaldi. Í Íþróttahúsinu er einnig gufubað og aðstaða til líkamsræktar. Efst í þéttbýlinu, við Búðaröxl, er áhaldahús sveitarfélagsins og þar er úrgangslosun hjólhýsa að finna.
Gestgjafar: Hótel Tangi ehf.
Heimilisfang: Ofan Lónabrautar
Sími: 845 2269
Netfang: tangihotel@simnet.is