Minja­safnið á Bust­ar­felli


Lokað í dag

Bust­ar­fell er bær í Hofs­árdal í Vopna­firði undir samnefndu felli, 67 km löngu. Minja­safn er að Bust­ar­felli, í einum af fegurstu torf­bæjum á Íslandi. 

Sérstaða safnsins felst að miklu leyti í því hversu glöggt hann miðlar breyttum búskapar- og lifn­að­ar­háttum fólks allt frá því fyrir 1770 til þess er hætt var að búa í bænum árið 1966. Sama ættin hefur búið á jörð­inni Bust­ar­felli í tæplega 500 ár. Gamli torf­bærinn hefur verið í eigu og umsjá íslenska ríkisins frá 1943 en allir innan­stokks­munir tilheyra Vopn­firð­ingum.

Kaffi­húsið Hjáleigan/aðstöðuhús er ofan við gömlu bæjar­húsin.

Á fellinu ofan Bust­ar­fells er hringsjá.

Nánari upplýs­ingar um opnun­ar­tíma og fleira má sjá á face­book­síðu Minja­safnsins.