Leikvelli og leiksvæði má finna víða um bæinn. Hverfisleikvellir með leiktækjum eru í öllum hverfum, auk lítilla grasvalla með marki til fótboltaiðkunar. Þá eru leiksvæði á lóð grunnskóla og leikskóla.
Á hverfisleikvöllum eru rólur, sandkassi og fleiri leiktæki. Hverfisleikvellir eru í útbæ, innbæ og Holtum. Nálægt þessum völlum er grasvellir með fótboltamarki. Á íþróttasvæðinu er ærslabelgur og strandblakvöllur.
Hverfisleikvellir#hverfisleikvellir
Í útbænum má finna leikvöll á túninu milli Lónabrautar og Fagrahjalla.
Í innbænum er leikvöllur á svæðinu milli Kolbeinsgötu og Skálanesgötu.
Í miðjum Holtunum er leikvöllur. Hann stendur við Vallholt.

Grasvellir#grasvellir
Nokkrir fótboltavellir eru í bænum auk sparkvallar og íþróttasvæðis. Vellirnir eru vel hirtir, slegnir oft á sumri og á hverjum þeirra er eitt fótboltamark. Þeir eru því upplagðir til fótboltaiðkunar á sumrin.
Í útbæ er völlur í svokölluðum Spennistöðvarlundi en það er túnið milli Lónabrautar og Fagrahjalla.
Í innbæ er völlur á túninu við Skálanes.
Þriðji völlurinn er fyrir neðan Bjarnabeygjuna, rétt áður en komið er í Holtin.
Skólavöllur#skolavollur
Við Vopnafjarðarskóla er leiksvæði með ýmsum völlum og tækjum. Á efra svæðinu, sem stendur innan við skólann, er aparóla, hjólabrettarampur, hringekja, körfuboltavöllur og sparkvöllur.
Á neðra svæðinu er körfuboltakarfa, klifurgrindir og rólur. Svæðið er opið almenningi utan skólatíma.
Leikskólalóð#leikskolalod
Við leikskólann Brekkubæ er myndarlegt leiksvæði. Svæðið er opið almenningi utan skólatíma á en þar má finna klifurgrind, rólur, rennibraut, sandkassa, hjólabraut o.fl.