Leik­vellir

Leik­velli og leik­svæði má finna víða um bæinn. Hverf­is­leik­vellir með leik­tækjum eru í öllum hverfum. Auk þess er ærslabelgur og grasvellir með marki til fótbolta­iðk­unar. Þá eru leik­svæði á lóð grunn­skóla og leik­skóla. 

Á hverf­is­leik­völlum eru rólur, sand­kassi og fleiri leik­tæki. Hverf­is­leik­vellir eru í útbæ, innbæ og Holtum. Á íþrótta­svæðinu er ærslabelgur, fris­bí­golf­völlur og strand­bla­kvöllur.

 

Hverfisleikvellir#hverfisleikvellir

  • Í útbænum má finna leik­völl á túninu milli Lóna­brautar og Fagra­hjalla.
  • Í innbænum er leik­völlur á svæðinu milli Kolbeins­götu og Skála­nes­götu.
  • Í miðjum Holt­unum er leik­völlur. Hann stendur við Vall­holt.

Ærslabelgur#aerslabelgur

Á íþrótta­svæðinu í Holt­unum, efstu byggðum bæjarins, er ærslabelgur. Hann er að finna utan við gamla grasvöllinn, við hlið strand­bla­kvallar. Belg­urinn er í hefð­bund­inni stærð og opinn almenn­ingi allt sumarið.

Grasvellir#grasvellir

Nokkrir fótbolta­vellir eru í bænum auk sparkvallar og íþrótta­svæðis. Vell­irnir eru vel hirtir, slegnir oft á sumri og á hverjum þeirra er eitt fótbolta­mark. Þeir eru því upplagðir til fótbolta­iðk­unar á sumrin.

  • Í útbæ er völlur í svoköll­uðum Spenni­stöðv­ar­lundi en það er túnið milli Lóna­brautar og Fagra­hjalla.
  • Á horni Skála­nes­götu má finna spar­kvöll
  • Einnig er völlur fyrir neðan Bjarna­beygjuna, rétt áður en komið er í Holtin.

Skólavöllur#skolavollur

Við Vopna­fjarð­ar­skóla er leik­svæði með ýmsum völlum og tækjum. Á efra svæðinu, sem stendur innan við skólann, er aparóla, hjóla­brett­arampur, hring­ekja, körfu­bolta­völlur og spar­kvöllur.

Á neðra svæðinu er körfu­bol­takarfa, klif­ur­grindur og rólur. Svæðið er opið almenn­ingi utan skóla­tíma.

Leikskólalóð#leikskolalod

Við leik­skólann Brekkubæ er mynd­ar­legt leik­svæði. Svæðið er opið almenn­ingi utan skóla­tíma en þar má finna klif­ur­grind, rólur, renni­braut, sand­kassa, hjóla­braut o.fl.