Sund­nám­skeið fyrir börn fædd 2017 og 2018

Sund­nám­skeið fyrir börn fædd 2017 og 2018

Vatns­að­lögun —leikir — sundtök.

Fyrir­hugað er sund­nám­skeið í Selár­laug fyrir börn sem eru að fara að byrja í skóla og þau sem byrja í 2. bekk í haust. Mark­miðið er að undirbúa þau fyrir frekari sundnám og þjálfa þau í þeim reglum og venjum sem gilda í sund­kennslu, ásamt því að þjálfa þau í floti á kvið og baki, og byrjun sund­taka í bring­u­sundi og skriðsundi. Leikir og þrautir verða stór hluti af námskeiðinu ásamt vatns­að­lögun fyrir þá sem það þurfa.

Námskeiðið verður dagana 12. -16. ágúst ef næg þátt­taka fæst og er gjald­frjálst. 

Miðað er við að börnin séu í 40 mín í þjálfun á dag.

Kennari er Bjarney Guðrún Jóns­dóttir, íþrótta­fræð­ingur og sund­kennari. 

Skráning í gegnum tölvu­póst á bjarn­eyjons@gmail.com.