Skála­völlur


Golf­völlur Vopna­fjarðar, Skála­völlur, er 9 holu völlur, sem legu sinnar vegna hefur ákveðna sérstöðu meðal golf­valla á Íslandi. Hæðótt lands­lagið, í sumum tilfellum skáskorið getur verið ögrandi viður­eignar fyrir leik­menn og þrátt fyrir smæð skortir ekki fjöl­breytnina.

Fagurt umhverfi og útsýni, með mynd­arleg Krossa­vík­ur­fjöllin handan fjarð­arins, eykur enn á ánægju íþrótt­ar­innar.

Golf­klúbbur Vopna­fjarðar rekur völlinn. Nú skartar völl­urinn frábærum golf­skála þar sem hvíla má lúin bein, komast á snyrt­ingar eða borða nestið.