Háskóla­lestin á Vopna­firði, vísindi fyrir allt samfé­lagið

Háskóla­lest Háskóla Íslands heim­sækir Vopna­fjörð dagana 6.–8. maí og býður unga fólkinu, kenn­urum og íbúum upp á svæðinu í sann­kallað vísinda­æv­in­týri.

Í áhöfn Háskóla­lest­ar­innar eru kenn­arar og nemendur úr fjöl­breyttum greinum innan Háskóla Íslands. Miðviku­daginn 7. maí verða þau með fjöl­breytt námskeið fyrir nemendur í 5.–10. bekk í Vopna­fjarð­ar­skóla þar sem nemendur frá Þórs­höfn og Öxar­firði taka einnig þátt. Meðal námskeiða í boði eru blaða- og frétta­mennska, efna­fræði, gervi­greind, japönsk fræði, sjúkra­þjálfun, dulkóðun og rafstuð. Daginn áður, 6. maí, býðst kenn­urum grunn­skólana jafn­framt að sækja sérstakar smiðjur um gervi­greind og nátt­úru­vís­inda­kennslu á vegum kennara í Háskóla­lest­inni.

Fimmtu­daginn 8. maí verður Opið vísindahús í Félags­heim­ilinu Mikla­garði kl. 15–17. Þar geta gestir á öllum aldri tekið þátt í lifandi og skemmti­legum tilraunum og spreytt sig á spenn­andi verk­efnum: Tekið frétta­viðtöl, prófað tól og tæki sjúkra­þjálfara, skrifað japönsk tákn, uppgötvað undur gervi­greindar, kynnst undrum efna­fræð­innar hjá Sprengju-Kötu, kafað ofan í dulmál og dulkóðun og jafnvel kannað hvort það sé hægt að búa til rafhlöðu úr kart­öflu! Öll eru hjart­an­lega velkomin – aðgangur er ókeypis og engin skráning nauð­synleg.

Vopna­fjörður er fyrsti áfanga­staður lest­ar­innar í ár en hún heim­sækir einnig Patreks­fjörð í maí og Suður­land í haust. Frá árinu 2011 hefur lestin ferðast vítt og breitt um landið og miðlað vísindum með líflegum og fjöl­breyttum hætti og um leið lagt áherslu á að styrkja starf grunn­skól­anna og efla tengsl Háskóla Íslands við samfélög um allt land.

Háskó­lestin hefur heim­sótt hátt á fjórða tug áfanga­staða og fengið einstak­lega hlýjar móttökur hvert sem komið er og hefur hlotið Vísinda­miðl­un­ar­verð­laun Rannís.

Hægt verður að fylgjast með lest­inni á vef hennar og á Face­book-síðu lest­ar­innar.