Vopnafjarðarhreppur býður börnum og ungmennum sínum upp á góða og trausta menntun. Í sveitarfélaginu er grunnskóli, leikskóli, tónlistarskóli og framhaldsdeild.
Vopnafjarðarhreppur býður börnum og ungmennum sínum upp á góða og trausta menntun. Í sveitarfélaginu er grunnskóli, leikskóli, tónlistarskóli og framhaldsdeild.
Leikskólinn Brekkubær er þriggja deilda leikskóli fyrir börn á aldrinum 1 árs til 6 ára. Leikskólinn hefur verið starfræktur síðan 1.desember 1991.
Vopnafjarðarskóli er grunnskóli fyrir nemendur í 1.–10. bekk í öllu sveitarfélaginu þar sem heimaakstur er fyrir börn sem ekki búa í kauptúninu.
Tónlistarskóli Vopnafjarðar er til húsa í nýbyggingu Vopnafjarðarskóla og því hæg heimatökin fyrir grunnskólanemendur að stunda tónlistarnám.
Framhaldsskólinn á Laugum starfrækir framhaldsdeild á Vopnafirði þar sem nemendur geta stundað nám á framhaldsskólastigi undir stjórn kennara skólans.