Fræðslu­nefnd

Fundur nr. 18

Kjörtímabilið 2018—2022

13. október 2021

Vopnafjarðarskóla kl. 11:45

Fræðslunefndarfundur haldinn miðvikudaginn 13. Október klukkan 11:45.

1. Almenn mál#1-almenn-mal

 • Málefni leik­skólans

  ​Sandra kynnti fyrir nefndarmönnum drög að reglum leikskóla Vopnafjarðarhrepps sem unnar voru af skrifstofu Vopnafjarðarhrepps og leikskólastjóra. 

  Allmiklar umræður urðu um þessi og drög og komu nefndarmenn með nokkrar ábendingar.

  Tillaga kom frá leikskólastjóra og sveitarstjóra um að sumarfrí verði 5 vikur frá 30.júní til 4.ágúst. Ástæðan er að erfitt hefur verið að fá afleysingafólk í júlí og ágúst en þar sem starfsfólk leikskóla eiga allir 30 daga orlof þá dugar fimm vikna lokun ekki til þess að dekka alla þá daga þess vegna þarf afleysingafólk í júní. 
  Vegna krafna um aðhald í rekstri sveitarfélagsins þá kemur ekki til greina að vera með 4 vikna lokun.
  Nefndarmenn samþykktu.

  Nefndin telur æskilegast að sumarlokunin verði breytileg á milli ára.
  Nefndin kom með tillögu að sumarfrí 2023 verði 13.júlí til 17.ágúst.

  Nefndin kom með ábendingu um það að æskilegt væri að börn sem eru að fara í grunnskóla geti komið inn í leikskólann eftir sumarfrí fram að skóla. Sandra ætlar að skoða þann möguleika.


Engin önnur mál og fundi slitið klukkan 13:20.