Fræðslu­nefnd

Fundur nr. 21

Kjörtímabilið 2018—2022

4. júlí 2022

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 20:00

Fundur fræðslunefndar 4.júlí 2022, haldinn á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl. 20:00.

1. Almenn mál#1-almenn-mal

  • Ráðning aðstoð­ar­skóla­stjóra

    Tvær umsóknir bárust: frá Bylgju Dögg Sigurbjörnsdóttur og Svövu Birnu Stefánsdóttir

    Nefndin fór yfir kynningargögn umsækjenda og hafði einnig til
    hliðsjónar mat frá Attentus (mannauður og ráðgjöf).
    Eftir talsverðar umræður lögðu tveir nefndarmanna til að Bylgja Dögg yrði ráðin sem aðstoðarskólastjóri en í ljósi fyrirliggjandi upplýsinga treystu þrír nefndarmanna sér ekki til að taka ákvörðun um hvorn umsækjandanna ætti að velja og sátu því hjá.
Fundi slitið klukkan 20:38.