Vel heppnað barna­þing

Nemendur 5.—10. bekkjar komu saman í vel heppnuðu barna­þingi á vegum Barn­væns sveit­ar­fé­lags UNICEF, sem fram fór í Vopna­fjarð­ar­skóla í fyrsta sinn, föstu­daginn 23. febrúar.

Barna­þing gefur tæki­færi á að fylgja hugmyndum barna eftir og koma tillögum þeirra í fram­kvæmd. Þingið er ætlað til að efla börn til þátt­töku í lýðræð­is­legri umræðu en barna­þingið tengist innleið­ingu Vopna­fjarð­ar­hrepps sem Barn­vænt sveit­ar­félag.

Nemendum var skipt um í sex hópa og sköp­uðust miklar umræður. Málefnin sem fjallað var um voru skipu­lags- og umhverf­ismál, forvarnir og andleg heilsa, skólamál, félagslíf og menning, fordómar og fræðsla í félags­mið­stöð og skóla.

Niður­stöður þingsins verða lagðar fyrir stýrihóp Barn­væns sveit­ar­fé­lags á Vopna­firði. Í fram­haldinu verður mótuð aðgerðaráætlun sem mun útlista með skýrum hætti markmið Vopna­fjarðar með innleið­ingu Barn­væns sveit­ar­fé­lags og þeim aðgerðum sem þörf er að ráðast í til að innleiða Barna­sátt­málann.

Myndir af barna­þinginu tók Svava Birna Stef­áns­dóttir.