Velferð íbúa er mikilvægasta verkefni Vopnafjarðarhrepps. Þessu hlutverki sinnir sveitarfélagið meðal annars í samvinnu við önnur sveitarfélög og ríkið.
Velferð íbúa er mikilvægasta verkefni Vopnafjarðarhrepps. Þessu hlutverki sinnir sveitarfélagið meðal annars í samvinnu við önnur sveitarfélög og ríkið.
Vopnafjarðarhreppur starfar að barnavernd með Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs.
Félagsþjónusta Fljótsdalshéraðs annast félagsþjónustu á Vopnafirði í samstarfi við Vopnafjarðarhrepp:
Á Vopnafirði er fjölbreytt félagsstarf og þjónusta fyrir eldri borgara. Félagsstarfið miðast við 60 ára og eldri og fer ýmist fram í félagsheimilinu Miklagarði eða Sambúð, félagsmiðstöð eldri borgara.
Heilsugæslustöð Vopnafjarðar er starfsstöð frá Heilbrigðisstofnun Austurlands.
Hjá Vopnafjarðarhreppi starfar iðjuþjálfi sem þjónustar ýmsa hópa innan sveitarfélagsins. Starf iðjuþjálfa er víðfemt en felst m.a. í því að þjálfa, leiðbeina og endurhæfa.