Það er skylda Vopnafjarðarhrepps í samvinnu við foreldra, forráðamenn og aðra þá aðila sem hafa með höndum uppeldi, fræðslu og heilsugæslu barna og ungmenna, að gæta velferðar og hagsmuna þeirra í hvívetna.
Vopnafjarðarhreppur starfar að barnavernd með Félagsþjónustu Múlaþings. Sveitarfélagið á fulltrúa í félagsmálanefnd Múlaþings og gætir hann hagsmuna umbjóðenda sinna í hvívetna.
Tilkynningaskylda#tilkynningaskylda
Almenningi er skylt að tilkynna til barnaverndarnefndar ef ástæða er talin til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, verði fyrir áreitni eða ofbeldi eða stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu. Tilkynningarskylda samkvæmt barnaverndarlögum gengur framar ákvæðum laga eða siðareglna um þagnarskyldu viðkomandi starfsstétta. Tilkynnandi getur óskað nafnleyndar.
Starfsfólk Félagsþjónustu Múlaþings tekur á móti tilkynningum er varðar þjónustusvæði félagsþjónustunnar í síma 4 700 705 milli kl. 9 og 15 alla virka daga. Utan dagvinnutíma er hægt að hafa samband við neyðarlínuna 112 telji einstaklingur að tilkynningin krefjist tafarlausra aðgerða.
Ábendingarlína#abendingarlina
Útivistarreglur#utivistarreglur
Árstími | Aldur | Tími |
---|---|---|
1. sept. – 30. apríl | 12 ára og yngri | Til kl. 20:00 |
13 – 16 ára | Til kl. 22:00 | |
1. maí – 31. ágúst | 12 ára og yngri | Til kl. 22:00 |
13 – 16 ára | Til kl. 24:00 |