Fjöl­menn­ing­ar­stefna á Vopna­firði

English below.

Vopna­fjarð­ar­hreppur kynnir fjöl­menn­ing­ar­stefnu sína, sem miðar að því að bæta inngild­ingu og þátt­töku íbúa af erlendum uppruna í samfé­laginu. Með samþykkt stefn­unnar er stefnt að því að styrkja og auðga menn­ingu stað­arins, þar sem inngilding, jafn­rétti og gagn­kvæm virðing verða í hávegum höfð.

Á Vopna­firði búa nú um 670 íbúar, þar af 80 einstak­lingar (sept­ember 2023) með erlendan ríkis­borg­ara­rétt, sem koma frá 25 ólíkum þjóð­ernum, flestir frá Póllandi. Með fjöl­menn­ing­ar­stefn­unni er stefnt að því að nýir íbúar geti fljótt aðlagast samfé­laginu, tekið virkan þátt í félags­lífi og haft góðan aðgang að þjón­ustu, þar á meðal íslensku­kennslu.

Stefnan leggur áherslu á að allir íbúar, óháð uppruna, geti notið jafn­réttis og virð­ingar. Meðal aðgerða sem kynntar eru í stefn­unni er að bæta þjón­ustu sveit­ar­fé­lagsins við erlenda íbúa með aukinni upplýs­ing­ar­þjón­ustu á tungu­málum eins og íslensku, pólsku og ensku. Þá verður einnig unnið að því að efla íslensku­kennslu og aðlögun nýrra íbúa og hjálp við að koma þeim í samband við viðeig­andi þjón­ustu.

Þá mun Vopna­fjarð­ar­hreppur og íbúar halda viðburði en erlendir íbúar hafa haldið vel sóttan fjöl­menn­ing­ardag þar sem boðið hefur verið uppá kræs­ingar og kruðerí frá öllum heims­hornum. Einnig verður lögð áhersla á að gott samstarf milli skóla og heimila, þar sem stuðn­ingur við börn af erlendum uppruna og kennsla á íslensku verður í forgrunni.

Fjöl­menn­ing­ar­fræðsla og inngilding

Markmið stefn­unnar er að fjöl­menning blómstri á Vopna­firði, með því að skapa tæki­færi fyrir nýja íbúa til að miðla sinni menn­ingu og reynslu, en einnig að stuðla að aukinni inngild­ingu og skiln­ingi íbúa á milli. Leik­skólinn Brekkubær hafur lagt sérstaka áherslu á öfluga menn­ing­ar­kennslu en skól­arnir hafa lagt sig fram að allir nemendur geti tekið þátt í íslensku skóla­starfi á jafn­rétt­is­grunni.

„Með þessari fjöl­menn­ing­ar­stefnu viljum við skapa samfélag þar sem allir, óháð uppruna, upplifa sig velkomin og hafa tæki­færi til að taka virkan þátt í samfé­laginu,“ segir Þórhildur Sigurð­ar­dóttir, verk­efn­is­stjóri frístunda-, æsku­lýðs- og fjöl­menn­ing­ar­mála hjá Vopna­fjarð­ar­hreppi.

Með stefn­unni ætlum við að styrkja Vopna­fjarð­ar­hrepp sem fjöl­menn­ing­ar­legt og samheldið samfélag.

____________________________________________________________________________________________________

Vopna­fjörður Municipality presents its multicultural policy, aimed at improving the integration and participation of resi­dents of foreign origin in the comm­unity. With the approval of this policy, the goal is to strengthen and enrich the local culture, with inclusion, equality, and mutual respect held in high regard.

Vopna­fjörður currently has approx­ima­tely 670 resi­dents, of which 80 (Sept­ember 2023) are foreign nati­onals from 25 diff­erent nati­ona­lities, most of them from Poland. The multicultural policy aims to help new resi­dents quickly adapt to the comm­unity, acti­vely participate in social life, and have good access to services, including Icelandic language courses.

The policy emphasizes that all resi­dents, regar­dless of origin, should enjoy equality and respect. Among the measures outlined in the policy is improving the municipality’s services for foreign resi­dents through enhanced information services in languages such as Icelandic, Polish, and English. Additi­onally, efforts will be made to strengthen Icelandic language teaching and the integration of new resi­dents, as well as help them connect with appropriate services.

Vopna­fjörður Municipality and its resi­dents will also host events, including a well-attended multicultural day organ­ized by foreign resi­dents, where delicacies and treats from around the world have been offered. There will also be an emphasis on fostering good cooperation between schools and homes, with a focus on supp­orting children of foreign origin and teaching Icelandic.

Multicultural education and inclusion

The policy’s goal is for multiculturalism to thrive in Vopna­fjörður by creating opport­unities for new resi­dents to share their culture and experiences, as well as promoting increased inclusion and under­st­anding among resi­dents. The Brekkubær Preschool has placed particular emphasis on strong cultural education, while schools have worked hard to ensure that all students can participate in Icelandic school acti­vities on an equal basis.

„With this multicultural policy, we want to create a comm­unity where everyone, regar­dless of origin, feels welcome and has the opport­unity to acti­vely participate in the comm­unity,“ says Þórhildur Sigurð­ar­dóttir, Project Manager for leisure, youth, and multicultural affairs at Vopna­fjörður Municipality.

With this policy, we aim to strengthen Vopna­fjörður as a multicultural and cohesive comm­unity.

We are working on english version of the policy.