Samkvæmt samþykkt um hunda- og kattahald í Vopnafjarðarhreppi skulu hundar og kettir færðir til ormahreinsunar ár hvert.
Hvar og hvenær?#hvar-og-hvenaer
Þriðjudaginn 25. mars 2025 skulu hunda- og kattaeigendur koma með dýr sín í þjónustumiðstöð sveitarfélagsins.
Mæta skal með hunda á milli kl. 13:00-14:00 og ketti á milli kl. 14:00-15:00.
Leyfisgjald verður innheimt með greiðsluseðli, 15.146 kr. fyrir hunda og 9.127 kr. fyrir ketti. Innifalið í leyfisgjaldi er heilbrigðisskoðun dýralæknis, ormahreinsun og trygging, auk umsýslugjalds sveitarfélagsins.
Vakin er athygli á því að vanræki eigendur dýra þessa skyldu sína er það brot á samþykktum um hunda- og kattahald í Vopnafjarðarhreppi. Eigendum óskráðra dýra er bent á að skrá dýr sín strax og er það í boði hjá dýralækni sem verður á staðnum.