Vopnafjarðarskóli er grunnskóli fyrir nemendur í 1.–10. bekk í öllu sveitarfélaginu þar sem heimaakstur er fyrir börn sem ekki búa í kauptúninu.
Árið 2000 var tekin í notkun nýbygging við gamla skólahúsið og bætti það aðstöðu nemenda og starfsfólks umtalsvert. Tónlistarskólinn er einnig til húsa í nýbyggingunni auk bókasafns sem þjónar skólanum og sveitarfélaginu öllu.
Í mötuneyti skólans er boðið upp á mat í hádeginu fyrir alla nemendur og starfsfólk auk þess sem matseld fyrir börn og starfsfólk leikskólans Brekkubæjar fer einnig fram í mötuneytinu. Mötuneytið fylgir hollustuviðmiðum Lýðheilsustöðvar.
Nánari upplýsingar skólans má finna á heimasíðu hans.