Fræðslu­nefnd

Fundur nr. 17

Kjörtímabilið 2018—2022

23. september 2021

Vopnafjarðarskóla kl. 11:45

Fræðslunefndarfundur haldinn fimmtudaginn 23. September klukkan 11:45.

1. Almenn mál#1-almenn-mal

 • Málefni grunn­skólans

  ​Sigríður fór yfir stöðugildi í grunnskólanum og fjölda nemenda. Nemendur við upphaf skólaárs eru 73, 61 nemendur úr þorpinu, 12 nemendur úr sveitinni.

  Á skólaárinu 2021-2022 er enginn fyrsti bekkur.

  Starfsfólk skólaárið 2021-2022
  Kennarar/leiðbeinendur 12,5 stöðugildi kennara sem er minna en undanfarin ár.
  Stuðningsfulltrúar 0,7 stöðugildi
  Skólaliðar 2,5 stöðugildi
  Húsvörður 0,5 stöðugildi

  Danskennsla er að hefjast og verður einu sinni í viku hjá öllum nemendum fram að áramótum.

  Í nóvember eru leikskólinn og skólinn að fara í verkefnið “jákvæður agi” starfsdagur 1.
  Nóvember verður nýttur í þetta og svo fara starfsmenn til Akureyrar 20. Nóvember á seinni hluta námsskeiðsins.

  Starfsfólk leik- og grunnskóla fór á námskeið sem heitir “Jákvæð samskipti” sem var mjög flott námskeið.

  Skólaskrifstofa Múlaþings hefur tekið yfir hluta af verkefnum Skólaskrifstofu Austurlands og hefur starfsfólk þaðan verið að þjónusta okkur. Enn hefur samt ekki verið gengið frá samningum á milli Vopnafjarðarhrepps og Skólaskrifstofu Múlaþings sem er mjög bagalegt.

  Spurt var hver sé ástæðan fyrir því að á mánudögum er gæsla til 14:00 en aðra dag er hún til 15:00? Ástæðan er sú að að mánudögum eru starfsmannafundir og fræðsla fyrir starfsmenn m.a um eineltilsmál.

  Rætt var um möguleika á frístund, sem væri þá með meira og betra starf í gangi heldur en gæsla. Foreldrar myndu þá borga fyrir það. Einnig var rætt að krakkarnir úr sveitinni þyrftu að fá einhvern vísan stað á meðanbeðið er eftir skólabíl. Sigríður ætlar að skoða það mál.


 • Önnur mál

  ​Hefðin er sú að í stjórn sjóðsins sitji sóknarprestur, ddviti og skyldmenni Alexanders Stefánsonar.

  TIlnefndum við Sigríði Bragadóttur sem aðalmann og Bjart Aðalbjörnsson sem varamann.


Fleira ekki rætt og fundi slitið klukkan 13:20.