Fræðslu­nefnd

Fundur nr. 19

Kjörtímabilið 2018—2022

5. maí 2022

Vopnafjarðarskóla kl. 12:00

Fræðslunefndarfundur var haldinn í grunnskólanum á Vopnafirði fimmtudaginn 5.5.2022 kl:12:00.

1. Almenn mál#1-almenn-mal

 • Málefni grunn­skóla, skóla­da­gatal, starfs­mannamál og fleira

  ​Sigríður fór yfir starfsmannamál í skólanum og þar kom fram að óvenjumikið er um uppsagnir starfsfólks, þar á meðal eru skólastjóri og deildarstjóri sérkennslu og verða þau störf auglýst sem og önnur störf sem vantar í. Á móti kemur að tveir kennarar munu koma til starfa í haust eftir fæðingarorlof. 

  Farið var yfir drög að auglýsingu fyrir ráðningu nýs skólastjóra.

  Fram kom hjá Sigríði að heildarnemendafjöldi næsta vetur yrði  svipaður og í vetur.
  Samkennsla verður líklega með svipuðu sniði og undanfarna vetur.

  Farið var yfir tillögu að skóladagatali og tillaga kom að breytingum og verður það samþykkt síðar. 
Engin önnur mál og var fundi slitið kl. 12:51.