Framhaldsskólinn á Laugum starfrækir framhaldsdeild á Vopnafirði þar sem nemendur geta stundað nám á framhaldsskólastigi undir stjórn kennara skólans.
Framhaldsdeildin er til húsa í Kaupvangi og sækja nemendur skóla þangað. Þar fá nemendur kennslu í gegnum fjarfundabúnað undir handleiðslu verkefnastjóra og kennara deildarinnar. Reglulega sækja nemendur skólann á Laugum heim, ásamt verkefnastjóra, og stunda þar nám um vikuskeið í hverjum mánuði.
Framhaldsdeildin er starfsrækt í samvinnu við Vopnafjarðarhrepp og var sett á laggirnar árið 2016.