Fram­halds­deild

Fram­halds­skólinn á Laugum starf­rækir fram­halds­deild á Vopna­firði þar sem nemendur geta stundað nám á fram­halds­skóla­stigi undir stjórn kennara skólans.

Fram­halds­deildin er til húsa í Kaup­vangi og sækja nemendur skóla þangað. Þar fá nemendur kennslu í gegnum fjar­funda­búnað undir hand­leiðslu verk­efna­stjóra og kennara deild­ar­innar.  Reglu­lega sækja nemendur skólann á Laugum heim, ásamt verk­efna­stjóra, og stunda þar nám um viku­skeið í hverjum mánuði.

Fram­halds­deildin er starfs­rækt í samvinnu við Vopna­fjarð­ar­hrepp og var sett á lagg­irnar árið 2016.

Nánari upplýs­ingar um fram­halds­deildina má finna á heima­síðu Lauga­skóla