Tónlistarskóli Vopnafjarðar er til húsa í nýbyggingu Vopnafjarðarskóla og því hæg heimatökin fyrir grunnskólanemendur að stunda tónlistarnám. Einn kennari starfar við skólann og kennir hann á fjölmörg hljóðfæri.
Skólinn er opinn á veturna og hefst námsárið yfirleitt í september og lýkur í maí. Auglýst er eftir umsóknum í skólanum í upphafi bæði haust- og vorannar en einnig er möguleiki fyrir nemendur að hefja nám á miðri önn. Í skólanum er boðið upp á kennslu á píanó, blokkflautu, gítar, bassa, ukulele, trommur, saxófón, trompet og klarinett.
Tónlistartímar nemenda eru felldir inn í almenna stundatöflu þeirra svo þeir geti stundað nám sitt við Tónlistarskólann á skólatíma.