Tónlist­ar­skóli


Tónlist­ar­skóli Vopna­fjarðar er til húsa í nýbygg­ingu Vopna­fjarð­ar­skóla og því hæg heima­tökin fyrir grunn­skóla­nem­endur að stunda tónlist­arnám. Tveir kenn­arar starfa við skólann og kenna þeir á fjöl­mörg hljóð­færi. Þá er einnig hægt að leggja stund á söngnám og taka þátt í kórstarfi Barnakórsins.

Skólinn er opinn á veturna og hefst náms­árið yfir­leitt í sept­ember og lýkur í maí. Auglýst er eftir umsóknum í skól­anum í upphafi bæði haust- og vorannar en einnig er mögu­leiki fyrir nemendur að hefja nám á miðri önn. Í skól­anum er boðið upp á kennslu í söng, á píanó, fiðlu, blokk­flautu, gítar, bassa, ukulele, trommur, saxófón, trompet og klar­inett.

Tónlist­ar­tímar nemenda eru felldir inn í almenna stunda­töflu þeirra svo þeir geti stundað nám sitt við Tónlist­ar­skólann á skóla­tíma.

Skólastjóri#skolastjori