Æsku­lýðs- og íþrótta­nefnd

Fundur nr. 13

Kjörtímabilið 2018—2022

9. ágúst 2021

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00
Teitur Helgason ritaði fundargerð

Fundur Æskulýðs- og íþróttanefndar Vopnafjarðarhrepps 9. ágúst 2021 kl 14:00.

1. Almenn mál#1-almenn-mal

  • Bréf vegna pílu­klúbbs

    ​Þórhildur og Víglundur víkja af fundi. Málið rætt og tekur nefndin vel í erindið og leggur til við sveitastjórn að veita þennan styrk.

    Leggur nefndin einnig til að þeim sé gefið leyfi til að vera í Vallarhúsinu í fullu samráði við Einherja.



  • Folf­völlur - kynn­ing­ar­dagur

    ​Hafa kynningardag til að kynna völlinn og íþróttina fyrir bæjarbúum. Þórhildi falið að vinna málið áfram.


  • Önnur mál

    a. Spilakvöld 
    Nefndinni barst fyrirspurn um hvort hægt væri að halda splakvöld í Miklagarði fyrir alla bæjarbúa 1 – 2 í mánuði. Þórhildi falið að athuga málið.

    b. Skólalóð 
    Nefndin óskar eftir að fá að vita hvar framkvæmdir á skólalóðinni standa og hvaða framkvæmdir eru á dagskrá. Vill nefndin enn og aftur benda á að skólalóðin er hættuleg fyrir gesti og gangandi.

    c. Strandblakvöllur
    Gróðursetja þarf í kringum blakvöllinn og vilji er til að gróðursetja í
    sjálfboðavinnu en umhirða yrði á hendi sveitafélagsins. Passa þarf að það sé góður sandur á vellinum sem hægt er að spila í, sandurinn sem er núna er of grófur.

    d. Íþróttahús
    Nefndin óskar eftir að fá upplýsingar varðandi aðgangsstýringuna og lengingu á opnunartíma íþróttahússins
    Nefndinni finnst að það sé ástæða til að setja heita potta við íþróttahúsið burtséð frá sundlaugarhugleiðingum þar sem þeir munu nýtast burtséð frá staðsetningu á lauginni.


Ekki fleira rætt fundi slitið kl. 15:35