Íþróttahúsið stendur við hlið Vopnafjarðarskóla sem nýtir húsið daglega að vetri til íþróttakennslu. Íþróttaæfingar Ungmennafélagsins Einherja fara fram í íþróttahúsinu yfir vetrartímann auk þess sem bæði einstaklingar og hópar hafa kost á að leigja íþróttasalinn til ýmisskonar íþróttaiðkunar.
Árið 2003 var ráðist í breytingar á áhorfendapöllum hússins og komið fyrir vel tækjum búinni líkamsræktarstöð. Í húsinu er einnig saunaklefi. Íþróttasalurinn er 27 × 16 metrar.
Líkamsræktarstöð#likamsraektarstod
Í íþróttahúsinu er líkamsræktarstöð sem rekin er af sveitarfélaginu. Í henni eru um 20 líkamsræktartæki sem flest eru staðsett á efri hæð hússins, þar sem áður voru áhorfendapallar.