Umfangs­miklar endur­bætur á húsnæði við Selár­laug

Á 46. fundi sveit­ar­stjórnar Vopna­fjarð­ar­hrepps sem haldinn var 25. sept­ember 2025 fór sveit­ar­stjóri yfir fyrir­hug­aðar breyt­ingar á aðstöðu­húsi við Selár­laug. Í fram­haldi samþykkti sveit­ar­stjórn að farið yrði til fram­kvæmda og sund­laug­inni lokað 1. nóvember 2025 vegna þessa.

Hönnun og teikn­ingar eru unnar af Yrki arki­tektum en Mæli­fell ehf. sér um fram­kvæmd verksins sem felur í sér heild­ar­end­ur­bætur á húsinu eins og meðfylgj­andi teikn­ingar sýna. Áætl­aður kostn­aður við endur­bæt­urnar er 125 millj­ónir króna.

Sund­laugin mun því loka 1. nóvember nk. og gert er ráð fyrir að lokunin standi í a.m.k. sex mánuði meðan á endur­bótum stendur.

Þetta verk­efni er umfangs­mikið og mikil­vægt fyrir sveit­ar­fé­lagið þar sem það mun bæta aðstöðu og tryggja betri fram­tíð­ar­nýt­ingu Selár­laugar fyrir bæði heima­menn og gesti. Mark­miðið er að skapa aðlað­andi og nútíma­legt húsnæði sem styrkir þjón­ustu og upplifun á svæðinu.