Á 46. fundi sveitarstjórnar Vopnafjarðarhrepps sem haldinn var 25. september 2025 fór sveitarstjóri yfir fyrirhugaðar breytingar á aðstöðuhúsi við Selárlaug. Í framhaldi samþykkti sveitarstjórn að farið yrði til framkvæmda og sundlauginni lokað 1. nóvember 2025 vegna þessa.
Hönnun og teikningar eru unnar af Yrki arkitektum en Mælifell ehf. sér um framkvæmd verksins sem felur í sér heildarendurbætur á húsinu eins og meðfylgjandi teikningar sýna. Áætlaður kostnaður við endurbæturnar er 125 milljónir króna.
Sundlaugin mun því loka 1. nóvember nk. og gert er ráð fyrir að lokunin standi í a.m.k. sex mánuði meðan á endurbótum stendur.
Þetta verkefni er umfangsmikið og mikilvægt fyrir sveitarfélagið þar sem það mun bæta aðstöðu og tryggja betri framtíðarnýtingu Selárlaugar fyrir bæði heimamenn og gesti. Markmiðið er að skapa aðlaðandi og nútímalegt húsnæði sem styrkir þjónustu og upplifun á svæðinu.
V291Þ Selárlaug - Efnis og litaval (002) | pdf / 2 mb |