Félagsmiðstöðin Drekinn er félagsmiðstöð grunnskólabarna. Hún er til húsa í Austurborg, Lónabraut 4. Starfsmaður sveitarfélagsins heldur utan um starf félagsmiðstöðvarinnar ásamt nemendaráði Vopnafjarðarskóla.
Félagsmiðstöðin er opin fyrir alla nemendur í Vopnafjarðarskóla. Tvö kvöld í viku er boðið uppá skipulagt starf fyrir 8. – 10. bekk. Aðra hverja viku er starf fyrir 6. – 7. bekk. Yngri bekkirnir eru einu sinni í mánuði. Haustið 2020 var stofnuð rafíþróttadeild innan félagsmiðstöðvarinnar.