Félags­mið­stöð


Félags­mið­stöðin Drekinn er félags­mið­stöð grunn­skóla­barna. Hún er til húsa í Aust­ur­borg, Lóna­braut 4. Starfs­maður sveit­ar­fé­lagsins heldur utan um starf félags­mið­stöðv­ar­innar ásamt nemenda­ráði Vopna­fjarð­ar­skóla.

Félags­mið­stöðin er opin fyrir alla nemendur í Vopna­fjarð­ar­skóla. Tvö kvöld í viku er boðið uppá skipu­lagt starf fyrir 8. – 10. bekk. Aðra hverja viku er starf fyrir 6. – 7. bekk. Yngri bekk­irnir eru einu sinni í mánuði. Haustið 2020 var stofnuð rafí­þrótta­deild innan félags­mið­stöðv­ar­innar.