Það er blómlegt félagslíf í Vopnafirði. Félögin standa nýjum félagsmönnum opin, stundum að uppfylltum einhverjum skilyrðum. Það bætir anda hvers og eins að stunda félagslíf eins og öflugt félagslíf bætir bæjarbraginn.
Það er blómlegt félagslíf í Vopnafirði. Félögin standa nýjum félagsmönnum opin, stundum að uppfylltum einhverjum skilyrðum. Það bætir anda hvers og eins að stunda félagslíf eins og öflugt félagslíf bætir bæjarbraginn.
Vopni er björgunarsveit Vopnfirðinga og á heimili í Vogabúð.
Einherji er ungmennafélag Vopnfirðinga og var stofnað árið 1929.
Golfklúbbur Vopnafjarðar var stofnaður árið 2008.
Glófaxi er hestamannafélag Vopnfirðinga og var stofnað árið 1976.
Askja er Kiwanisklúbbur Vopnfirðinga og var stofnaður árið 1968.
Lindin er kvenfélag Vopnfirðinga. Félagið hefur starfað frá árinu 1921 og á heimili í Staðarholti.
Á Vopnafirði hefur löngum verið mikil söngmenning og kórastarf má rekja langt aftur í tímann.
Sjöfn er slysavarnardeild Vopnfirðinga og á heimili í Vogabúð.