Framfara- og ferðamálafélag Vopnafjarðar stóð fyrir opnum fundi með ferðaþjónustuaðilum í Miklagarði þann 11. febrúar síðastliðinn.
Mæting á fundinn var með ágætum og umræður góðar.
Það helsta af fundinum#thad-helsta-af-fundinum
- Berghildur Fanney Hauksdóttir kynnti nýja nefnd Framfara- og ferðamálafélagsins og tilurð hennar. Einnig fór hún yfir þau verkefni sem eru í vinnslu á vegum félagsins, stöðu styrkumsókna auk ýmissa möguleika og verkefna í ferðaþjónustu í framtíðinni.
- Hermann Bárðarson var með kynningu á verkefni sem fékk styrk frá Uppbyggingarsjóði Austurlands árið 2020, “Rannsóknarsetur vatnavistkerfa”. Fór hann yfir stöðu verkefnisins, sérstöðu Vopnafjarðar varðandi verkefnið í sambandi við laxinn og mikilvægi setursins í allri verndun.
- Stefán Hrafnsson, verkefnastjóri Vesturfaraverkefnisins, kynnti verkefnið sem hann hefur verið að vinna að með Hjördísi Hjartardóttur. Verkefnið fékk styrk frá Uppbyggingarsjóði Austurlands árið 2020 og snýr að því að kanna grundvöll fyrir því að setja á fót sérsniðnar ferðir fyrir Vestur-Íslendinga til Vopnafjarðar, Þistilfjarðar og nágrennis.
Í lok fundar var almenn umræða um verkefni í ferðaþjónustu á Vopnafirði til framtíðar. Má þar nefna, listamannasetur, vopnfirska minjagripi, markaðsherferð fyrir sumarið, styrkingu innviða til að taka á móti ferðafólki og yfirferð á stikuðum gönguleiðum.
Kynning Hermanns Bárðarsonar#kynning-hermanns-bardarsonar
Rannsóknarsetur vatnavistkerfa_kynning_opinn fundur framfarafélagið 11. feb 2021 | vnd.openxmlformats-officedocument.presentationml.presentation / 409 kb |