Á Vopnafirði hefur löngum verið mikil söngmenning og kórastarf má rekja langt aftur. Þrír kórar eru nú starfandi á Vopnafirði; Barnakórinn, Kirkjukórinn og Karlakór Vopnafjarðar. Við sérstök tilefni syngja tveir síðarnefndu kórarnir saman undir nafni Tónleikakórs Vopnafjarðar.
Barnakór #barnakor
Barnakór Vopnafjarðar starfar á vegum Tónlistarskóla Vopnafjarðar. Kórinn syngur á tónleikum Tónlistarskólans, á kórahátíðum, í kirkjum Vopnafjarðar og hefur ferðast með öðrum kórum staðarins til að halda tónleika utan Vopnafjarðar.
Karlakór Vopnafjarðar#karlakor-vopnafjardar
Karlakór Vopnafjarðar var stofnaður árið 2011. Þrátt fyrir að vera einstaklega fámennur ef kórinn fengið mikið lof fyrir fallegan söng og metnaðarfullt starf. Kórinn hefur ferðast víða um land með tónleika ásamt því að hafa sungið í Færeyjum.
Kirkjukór Hofs- og Vopnafjarðarkirkju#kirkjukor-hofs-og-vopnafjardarkirkju
Kirkjukórinn er sameiginlegur kór Hofs- og Vopnafjarðarkirkju. Áður störfuðu tveir kórar í sitthvorri kirkjunni en voru þeir sameinaðir fyrir þónokkru síðan. Kirkjukórinn er blandaður kór og syngur við athafnir í Hofs- og Vopnfjarðarkirkju. Einnig syngur kórinn á tónleikum með Karlakór Vopnafjarðar og Barnakórnum.