Vall­arhús vígt

Þann 4. júlí síðast­liðinn fór fram formleg vígsla á glæsi­legu vall­ar­húsi Vopna­fjarð­ar­hrepps sem stendur við knatt­spyrnu­völl Vopn­firð­inga.

Tilkoma vall­ar­hússins markar tímamót í sögu knatt­spyrn­unnar á Vopna­firði, en engin búninga­að­staða hefur verið við völlinn.

Að þessu tilefni afhenti Ingólfur Sveinsson Einherja gjöf fyrir hönd Mæli­fells. Einnig voru veitt gull- og silf­ur­merki Einherja fyrir vel unnin störf í þágu félagsins.

Eftir ræðu­höld og blessun sókn­ar­prests klipptu fjögur ungmenni úr 7. flokki Einherja á borða og þar með var húsið form­lega opnað og í fram­haldinu var fólki boðið að skoða húsið og þiggja léttar veit­ingar.