Björg­un­ar­sveitin Vopni


Björg­un­ar­sveitin Vopni tilheyrir Slysa­varna­fé­laginu Lands­björgu. Aðstaða sveit­ar­innar er í Vogabúð, er stendur rétt ofan hafn­ar­innar. Sveitin er allvel tækjum búin og félag­arnir vel þjálf­aðir enda saman­komnir áhuga­menn um málefnið.  Vopn­firð­ingar hafa löngum verið stoltir af sveit sinni og stutt hana með ráð og dáð.  

Innan Lands­bjargar starfa slysa­varna­deildir um land allt sem hafa það að megin­mark­miði að koma í veg fyrir slys og óhöpp í sínu sveit­ar­fé­lagi ásamt því að styðja við bakið á björg­un­ar­sveit­unum, aðstoða þær við fjár­afl­anir og veita þeim marg­hátt­aðan stuðning vegna útkalla og aðgerða. Hér á Vopna­firði heitir deildin Slysa­varn­ar­deildin Sjöfn og hefur um langt árabil reynst Björg­un­ar­sveit­inni Vopna öflugur bakhjarl auk þess sem deildin hefur stutt ýmsa aðila sérstak­lega.