Björgunarsveitin Vopni tilheyrir Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Aðstaða sveitarinnar er í Vogabúð, er stendur rétt ofan hafnarinnar. Sveitin er allvel tækjum búin og félagarnir vel þjálfaðir enda samankomnir áhugamenn um málefnið. Vopnfirðingar hafa löngum verið stoltir af sveit sinni og stutt hana með ráð og dáð.
Innan Landsbjargar starfa slysavarnadeildir um land allt sem hafa það að meginmarkmiði að koma í veg fyrir slys og óhöpp í sínu sveitarfélagi ásamt því að styðja við bakið á björgunarsveitunum, aðstoða þær við fjáraflanir og veita þeim margháttaðan stuðning vegna útkalla og aðgerða. Hér á Vopnafirði heitir deildin Slysavarnardeildin Sjöfn og hefur um langt árabil reynst Björgunarsveitinni Vopna öflugur bakhjarl auk þess sem deildin hefur stutt ýmsa aðila sérstaklega.