Kiwanisklúbburinn Askja var stofnaður 6. janúar 1968 og fellur undir Óðinssvæði Kiwanis-hreyfingarinnar. Kiwanis er alþjóðleg þjónustuhreyfing manna og kvenna, sem hafa áhuga á að taka virkan þátt í að bæta samfélagið, og láta gott af sér leiða.
Í samstarfi fá þessir aðilar áorkað því sem einstaklingar geta ekki einir. Frjálst samstarf gerir þeim kleift að vinna að alþjóðlegum verkefnum innan hinnar alþjóðlegu hreyfingar. Þeir vinna einnig að umbótum á landsvísu. Ekki síst vinna þeir að mannúðar og framfaramálum sem horfa til heilla fyrir bæjarfélag þeirra, sem opinberir aðilar annað hvort vilja ekki eða geta ekki sinnt. Þannig verða þeir leiðandi aðilar í sínu byggðarlagi.
Vopnfirskir Kiwanismenn hafa fylgt hugmyndum alþjóðahreyfingarinnar í gegnum árin og lagt mýmörgum góðum málefnum lið.
Fundarstaður þeirra er Hótel Tangi og koma þeir þar saman annan og fjórða fimmtudag í mánuði kl. 19:30.