Ungmennafélagið Einherji hefur um áratugaskeið haldið úti öflugu íþróttastarfi á Vopnafirði. Félagið býður upp á æfingar barna og unglinga í fótbolta og blaki en einnig í frjálsum íþróttum yfir sumartímann. Þá sendir Einherji lið til keppni í meistaraflokki karla í fótbolta á hverju ári.
Þungamiðja félagsins er yngri flokkastarf í fótbolta en félagið hefur vakið athygli fyrir öflugt starf og hlaut Einherji grasrótarverðlaun KSÍ og UEFA árið 2017. Fótboltaæfingar yngri flokka fara fram í íþróttahúsinu yfir vetrartímann, á sparkvellinum að hausti og vori en á grasvöllum íþróttasvæðis á sumrin.
Blakæfingar yngri flokka eru haldnar nokkrum sinnum í viku yfir vetrartímann og fara þær fram í íþróttahúsinu.