Ungmenna­fé­lagið Einherji


Ungmenna­fé­lagið Einherji hefur um áratuga­skeið haldið úti öflugu íþrótt­a­starfi á Vopna­firði. Félagið býður upp á æfingar barna og unglinga í fótbolta og blaki en einnig í frjálsum íþróttum yfir sumar­tímann. Þá sendir Einherji lið til keppni í meist­ara­flokki karla í fótbolta á hverju ári. 

Þunga­miðja félagsins er yngri flokk­astarf í fótbolta en félagið hefur vakið athygli fyrir öflugt starf og hlaut Einherji grasrót­ar­verð­laun KSÍ og UEFA árið 2017. Fótboltaæf­ingar yngri flokka fara fram í íþrótta­húsinu yfir vetr­ar­tímann, á sparkvell­inum að hausti og vori en á grasvöllum íþrótta­svæðis á sumrin.

Blakæf­ingar yngri flokka eru haldnar nokkrum sinnum í viku yfir vetr­ar­tímann og fara þær fram í íþrótta­húsinu.

Heima­síða félagsins.