Síðastliðin ár hefur Austurbrú unnið að áfangastaðaáætlun Austurlands. Áfangastaðaáætlun er stefnumótandi áætlun fyrir þróun áfangastaða. Ein af aðgerðunum í áfangastaðaáætlun Austurlands er að vinna áfangastaðaáætlun fyrir sveitarfélögin á Austurlandi. Vopnafjarðarhreppur er fyrsta sveitarfélagið til að vinna slíka áætlun í samstarfi við Austurbrú en verkefnastjórnin er í höndum Austurbrúar.
Áfangastaðaáætlunin mun innihalda framtíðarsýn, markmið og aðgerðir sem byggja á umfangsmikilli greiningarvinnu. Í þeirri vinnu er mikilvægt að nýta og klára þá vinnu sem hefur verið unnin undanfarin ár.
Nú er leitað eftir viðhorfum heimamanna á Vopnafirði. Við biðjum sem flesta að svara þessari könnun en góð þátttaka í henni mun reynast verkefninu afar dýrmæt.
Öll svör eru mikilvæg og órekjanleg.
Spurningar sem merktar eru með * þarf að svara að hluta eða öllu leyti.
Takk fyrir þátttökuna og takk fyrir hjálpina!
Ekki hika við að hafa samband ef þú vilt vita meira um verkefnið:
María Hjálmarsdóttir, maria@austurbru.is, sími: 470 3826 / 848 2218