Áfanga­stað­urinn Aust­ur­land þarfnast aðstoðar Vopn­firð­inga

Síðast­liðin ár hefur Aust­urbrú unnið að áfanga­staða­áætlun Aust­ur­lands. Áfanga­staða­áætlun er stefnu­mót­andi áætlun fyrir þróun áfanga­staða. Ein af aðgerð­unum í áfanga­staða­áætlun Aust­ur­lands er að vinna áfanga­staða­áætlun fyrir sveit­ar­fé­lögin á Aust­ur­landi. Vopna­fjarð­ar­hreppur er fyrsta sveit­ar­fé­lagið til að vinna slíka áætlun í samstarfi við Aust­urbrú en verk­efna­stjórnin er í höndum Aust­ur­brúar.

Áfanga­staða­áætl­unin mun inni­halda fram­tíð­arsýn, markmið og aðgerðir sem byggja á umfangs­mik­illi grein­ing­ar­vinnu. Í þeirri vinnu er mikil­vægt að nýta og klára þá vinnu sem hefur verið unnin undan­farin ár.

Nú er leitað eftir viðhorfum heima­manna á Vopna­firði. Við biðjum sem flesta að svara þessari könnun en góð þátt­taka í henni mun reynast verk­efninu afar dýrmæt. 

Öll svör eru mikilvæg og órekj­anleg.
Spurn­ingar sem merktar eru með * þarf að svara að hluta eða öllu leyti.
Takk fyrir þátt­tökuna og takk fyrir hjálpina!

Ekki hika við að hafa samband ef þú vilt vita meira um verk­efnið:
María Hjálm­ars­dóttir, maria@aust­urbru.is, sími: 470 3826 / 848 2218

Svara könnun