Samgöngur

Vopnafjörður stendur við þjóðveg nr. 85 sem liggur frá Hringvegi nr. 1 á Möðrudalsöræfum um Vopnafjarðarheiði, í Vopnafjörð og þaðan norður eftir ströndinni til Þórshafnar. Flogið er fimm daga vikunnar á Vopnafjarðarflugvöll.