Um fjóra km frá byggðinni í Vopnafirði er Vopnafjarðarflugvöllur á bökkum Hofsár. Þangað er reglulegt áætlunarflug, fimm sinnum í viku.
Norlandair annast flugið en flogið er frá Akureyri og um Þórshöfn. Flugáætlunin er í samstarfi við Air Iceland Connect og flugtímar í tengslum við áætlun þess milli Reykjavíkur og Akureyrar.
Bílaleiga Akureyrar starfrækir bílaleigu á Vopnafjarðarflugvelli.
Loftbrú#loftbru
Loftbrú veitir 40% afslátt af heildarfargjaldi fyrir allar áætlunarleiðir innanlands til og frá höfuðborgarsvæðinu. Fullur afsláttur er veittur hvort sem valið er afsláttarfargjald eða fullt fargjald. Hver einstaklingur getur fengið lægri fargjöld fyrir allt að þrjár ferðir til og frá Reykjavík á ári (sex flugleggir).