Könnunin er framkvæmd af rannsóknarsviði Austurbrúar og er markmið hennar að varpa ljósi á samgönguvandamál á Austurlandi, hvernig hægt væri að brúa bilið sem almenningssamgöngur sinna ekki sé þess þörf.
Svörun tekur um 5 mínútur. Þátttaka þín er mjög mikilvægt innlegg í að skýra þetta viðfangsefni. Gögnin eru unnin samkvæmt persónuverndarstefnu Austurbrúar sem byggir á lögum um persónuvernd. Hvergi er hægt að rekja svör til einstaklinga og unnið er heildrænt með gagnasafnið.
Athugasemdir og spurningar varðandi könnunina má senda á Sylvíu Helgadóttur á netfangið sylvia@austurbru.is.