Könnun um samgöngur og þjón­ustu­sókn

Vopna­fjarð­ar­hreppur, Aust­urbrú ses. og Byggða­stofnun standa nú fyrir könnun um samgöngur og þjón­ustu­sókn Vopn­firð­inga.

Könn­unin er fram­kvæmd af rann­sókn­ar­sviði Aust­ur­brúar og er markmið hennar að varpa ljósi á samgöngu­vandamál á Aust­ur­landi, hvernig hægt væri að brúa bilið sem almenn­ings­sam­göngur sinna ekki sé þess þörf.

Svörun tekur um 5 mínútur. Þátt­taka þín er mjög mikil­vægt innlegg í að skýra þetta viðfangs­efni. Gögnin eru unnin samkvæmt persónu­vernd­ar­stefnu Aust­ur­brúar sem byggir á lögum um persónu­vernd. Hvergi er hægt að rekja svör til einstak­linga og unnið er heild­rænt með gagna­safnið.

Athuga­semdir og spurn­ingar varð­andi könn­unina má senda á Sylvíu Helga­dóttur á netfangið sylvia@aust­urbru.is.

Taka þátt í könnun