Air Iceland Connect verður Icelandair

Frá og með þriðju­deg­inum 16. mars næst­kom­andi munu leiða­kerfi Air Ice­land Conn­ect og Icelanda­ir verða að einu leiða­kerfi og sölu- og mark­aðs­starf sam­ein­ast und­ir vörumerki Icelanda­ir. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu. Þar seg­ir að vör­ur og þjón­usta Icelanda­ir, inn­an­lands sem utan, verði þannig sam­ræmd­ar og aðgengi­leg­ar á ein­um stað á www.icelanda­ir.is. Unnið hefur verið að samþætt­ingu starf­semi þessara tveggja félaga í nokkurn tíma.

Áfanga­staðir Icelanda­ir í inn­an­lands­flugi verða eft­ir sem áður Ak­ur­eyri, Eg­ilsstaðir, Ísa­fjörður og Vest­manna­eyj­ar. Þá hafa Air Ice­land Conn­ect og Nor­landa­ir átt í sam­starfi um flug til nokk­urra áfanga­staða á Íslandi til viðbót­ar, svo sem til Bíldu­dals og Gjög­urs frá Reykja­vík, ásamt flugi til Gríms­eyj­ar, Vopna­fjarðar og Þórs­hafn­ar frá Ak­ur­eyri.

Hægt hef­ur verið að kaupa flug­miða á þessa áfanga­staði í ein­um miða í gegn­um bók­un­ar­síðu Air Ice­land Conn­ect. Eft­ir samþætt­ingu Air Ice­land Conn­ect og Icelanda­ir breyt­ist sam­starf Nor­landa­ir við fé­lagið þannig að flug á áfanga­staði Nor­landa­ir verða ein­ung­is fá­an­leg á heima­síðu þess en ekki í gegn­um bók­un­ar­síðu Icelanda­ir. Fé­lög­in munu þó áfram vinna þétt sam­an og eng­in breyt­ing verður á þjón­ustu við farþega frá Ak­ur­eyr­arflug­velli né Reykja­vík­ur­flug­velli. Þá vinna fé­lög­in að því í sam­starfi við Vega­gerðina að þeir farþegar sem nýta sér tengiflug Icelanda­ir/​Nor­landa­ir geti áfram nýtt sér Loft­brú­ar­rétt­indi á þess­um leiðum.

Heimasíður flugfélaganna#heimasidur-flugfelaganna