Kven­fé­lagið Lindin


Kven­fé­lagið hefur starfað allt frá 1921.  Aðal­starfs­svæðið var lengst af sveitin, en nú starfa konur úr öllu byggð­ar­laginu í félaginu.  Allt frá upphafi hefur verið markmið félagsins að styðja þá sem minna mega sín og leggja góðum málum í samfé­laginu lið.  Konur í kven­fé­laginu hafa unnið þrot­laust að ýmsum velferð­ar­málum. Í seinni tíð ber hæst bygg­ingu Sunda­búðar, aðstoð við kaup á búnaði til grunn­skólans, endur­bygg­ingu Stað­ar­holts sem nú er félags­heimili kven­fé­lagsins og stofnun Mennta­sjóðs Lind­ar­innar sem stutt hefur konur til fram­halds­náms síðan 1997.  Lind­ar­konur styðja við Minja­safnið á Bust­ar­felli með sjálf­boða­vinnu við hreinsun bæjarins og á safnadaginn.