Móttaka nýrra íbúa

Vopna­fjörður er sá staður á Aust­ur­landi sem er einna þekkt­astur fyrir veður­sæld. Fjörð­urinn liggur milli Héraðs­flóa og Bakka­flóa, víðlendur og veður­sæll.

Íbúa­fjöldi í sveit­ar­fé­laginu er rétt um 660 manns.  Aðal­at­vinnu­greinar svæð­isins eru fisk­veiðar og fisk­verkun, iðnaður, þjón­usta og land­bún­aður.

Vopna­fjörður býður upp á mikla mögu­leika til afþrey­ingar og útivistar og er svæðið þekkt sem ein besta stang­veiðip­aradís landsins. Merktar göngu­leiðar eru margar, fjöl­breyttar og leiða á vit nátt­úruperla Vopna­fjarðar.  Tíma þínum er einnig vel varið í að heim­sækja þau söfn og sýningar sem Vopna­fjörður hefur uppá að bjóða, eða skella þér í sund í undur­fögru umhverfi á bökkum Selár.

Vopna­fjarð­ar­kauptún er vina­legur bær, bæjar­stæðið fallegt og Vopn­firð­ingar góðir heim að sækja.
Við leggjum áherslu á góða þjón­ustu við íbúa, blóm­legt atvinnulíf og góða mögu­leika til tómstunda­iðk­unar.

Hér má finna ýmsar nytsam­legar upplýs­ingar fyrir nýja íbúa sveit­ar­fé­lagsins.

Verið velkomin!