Almennt sorp er sótt í sorptunnur heim til íbúa en flokkuðu sorpi skila íbúar sjálfir í safnstöð. Sorptunnur við heimili eru tæmdar á tveggja vikna fresti og opið er í safnstöð 3–4 daga vikunnar. Garðúrgangi koma íbúar á sérstakan stað.
Safnstöð#safnstod
Í safnstöð er tekið á móti flokkuðu sorpi bæði til endurvinnslu og urðunar. Safnstöðin stendur við Búðaröxl, til móts við hús Rarik og Vegagerðarinnar.
Á norðurhlið safnstöðvar eru lúgur sem opnar eru allan sólarhringinn, allt árið um kring. Þar geta íbúar skilað flokkuðu sorpi. Flokkuðu sorpi sem ekki er hægt að skila inn um lúgur er skilað í gáma á safnstöðvarsvæði, á opnunartíma sem sjá má hér að neðan.
Garðúrgangur#gardurgangur
Lífrænum úrgangi úr görðum íbúa, svo sem grasi, greinum og þess háttar, má losa í gryfju við veginn á leið í hesthúsin í Skálanesi. Hafa verður í huga að í gryfjuna má alls ekki losa annað en lífrænan garðúrgang. Þetta þýðir að tæma þarf alla plastpoka og pappakassa sem úrgangurinn var fluttur í.
Næstu sorphirðudagar#naestu-sorphirdudagar
Sorphirðudagatal 2024 | vnd.openxmlformats-officedocument.spreadsheetml.sheet / 28 kb |