Sorp­hirða og flokkun


Opnar á morgun kl. 14:00

Almennt sorp er sótt í sorptunnur heim til íbúa en flokkuðu sorpi skila íbúar sjálfir í safn­stöð. Sorptunnur við heimili eru tæmdar á tveggja vikna fresti og opið er í safn­stöð 3–4 daga vikunnar. Garðúr­gangi koma íbúar á sérstakan stað.

Safnstöð#safnstod

Í safn­stöð er tekið á móti flokkuðu sorpi bæði til endur­vinnslu og urðunar. Safn­stöðin stendur við Búðaröxl, til móts við hús Rarik og Vega­gerð­ar­innar.

Á norð­ur­hlið safn­stöðvar eru lúgur sem opnar eru allan sólar­hringinn, allt árið um kring. Þar geta íbúar skilað flokkuðu sorpi. Flokkuðu sorpi sem ekki er hægt að skila inn um lúgur er skilað í gáma á safn­stöðv­ar­svæði, á opnun­ar­tíma sem sjá má hér að neðan.

Garðúrgangur#gardurgangur

Lífrænum úrgangi úr görðum íbúa, svo sem grasi, greinum og þess háttar, má losa í gryfju við veginn á leið í hest­húsin í Skála­nesi. Hafa verður í huga að í gryfjuna má alls ekki losa annað en lífrænan garðúr­gang. Þetta þýðir að tæma þarf alla plast­poka og pappa­kassa sem úrgang­urinn var fluttur í.

Næstu sorphirðudagar#naestu-sorphirdudagar