Matvörur, lyf, bílavörur, fatnaður og gjafavara. Á Vopnafirði ætti að vera hægt að bjarga sér um flest.
Aldan#aldan
Á korti
Opið allt árið
Á Öldunni má kaupa helstu nauðsynjavörur, bensín og bílavörur. Þar er einnig boðið upp á ýmsan heitan mat m.a. eldbakaðar pizzur, hamborgara og samlokur af grillinu sem gæða sér má á í veitingasal staðarins. Tilkomumikið útsýni er úr veitingasalnum yfir Skálanesvíkina.
Gestgjafar: Sigurbjörg og Jörgen
Heimilisfang: Kolbeinsgötu 35
Sími: 473 1603
Anný#anny
Á korti
Opið allt árið
Í versluninni Anný má finna sitt lítið af hverju eins og góðri landsbyggðarverslun sæmir. Þar má finna íþróttafatnað og skó, vefnaðarvöru, garn, undirfatnað, gjafavöru, saumavöru og margt fleira. Í Anný er einnig efnalaug og þvottahús.
Heimilisfang: Miðbraut 4
Sími: 473 1346
Kauptún#kauptun
Á korti
Opið allt árið
Kauptún er fjölskylduvæn verslun í hjarta Vopnafjarðar. Ekki eru aðeins seldar matvörur, heldur einnig dýrindis bakkelsi sem bakað er á staðnum. Sérvörur á borð við leikföng, gjafavöru og heimilistæki ásamt ýmsu fleiru.
Heimilisfang: Hafnarbyggð 4
Sími: 473 1403
Netfang: kauptun@kauptun.net
Lyfsala#lyfsala
Opið allt árið
Vopnafjarðarhreppur rekur lyfsölu í þorpinu.
Heimilisfang: Kolbeinsgata 8
Sími: 473 1109
Netfang: lyfvopna@simnet.is
Jónsver#jonsver
Á korti
Opið allt árið
Jónsver ses. er alhliða saumafyrirtæki. Þar er boðið uppá margskonar viðgerðarþjónustu og sérsaum. Má þar nefna vindpoka, baujuflögg og snúningslök auk þess sem Jónsver hefur tekið að sér verkefni tengd bólstrun.
Heimilisfang: Hamrahlíð 15, n.h.
Sími: 473 1810
Netfang: jonsver@jonsver.is