Sótt­varn­a­reglur hertar enn frekar

Heil­brigð­is­ráð­herra hefur fallist á tillögur sótt­varna­læknis um hertar sótt­varna­ráð­staf­anir sem taka gildi á miðnætti í nótt eða frá og með 31. október 2020. Sömu reglur munu gilda um allt land.

Gert er ráð fyrir að reglur um hertar aðgerðir gildi til og með 17. nóvember 2020. Þær verða endur­metnar eftir aðstæðum með hlið­sjón af því hvort hægt verði að aflétta þeim fyrr, eða hvort fram­lenging sé nauð­synleg.

Sótt­varn­a­reglur frá og með 31.10.2020

Vakin er athygli á eftir­far­andi á meðan reglur þessar eru í gildi:

  • Sund­laug og íþróttahús eru lokuð.
  • Félags­starf í Mikla­garði fellur niður.
  • Tómstund­astarf aldr­aðra fellur niður.
  • Félags­mið­stöðin Drekinn er lokuð.
  • Lyfsalan er lokuð í hádeginu eða á milli kl. 12 og 13 og einungis einn viðskipta­vinur er í lyfsöl­unni í einu.
  • Þjón­usta skrif­stofu er eingöngu veitt í gegnum síma 473 1300 og tölvu­póst skrif­stofa@vfh.is á milli kl. 10 og 15 virka daga.

Stöndum saman – förum vel með okkur.