Frá Fram­fara- og ferða­mála­fé­lagi Vopna­fjarðar

Fram­fara- og ferða­mála­félag Vopna­fjarðar stóð fyrir opnum fundi með ferða­þjón­ustu­að­ilum í Mikla­garði þann 11. febrúar síðast­liðinn.

Mæting á fundinn var með ágætum og umræður góðar.

Það helsta af fundinum#thad-helsta-af-fundinum

  • Berg­hildur Fanney Hauks­dóttir kynnti nýja nefnd Fram­fara- og ferða­mála­fé­lagsins og tilurð hennar. Einnig fór hún yfir þau verk­efni sem eru í vinnslu á vegum félagsins, stöðu styrk­umsókna auk ýmissa mögu­leika og verk­efna í ferða­þjón­ustu í fram­tíð­inni.
  • Hermann Bárð­arson var með kynn­ingu á verk­efni sem fékk styrk frá Uppbygg­ing­ar­sjóði Aust­ur­lands árið 2020, “Rann­sókn­ar­setur vatna­vist­kerfa”. Fór hann yfir stöðu verk­efn­isins, sérstöðu Vopna­fjarðar varð­andi verk­efnið í sambandi við laxinn og mikil­vægi setursins í allri verndun.
  • Stefán Hrafnsson, verk­efna­stjóri Vest­urfara­verk­efn­isins, kynnti verk­efnið sem hann hefur verið að vinna að með Hjör­dísi Hjart­ar­dóttur. Verk­efnið fékk styrk frá Uppbygg­ing­ar­sjóði Aust­ur­lands árið 2020 og snýr að því að kanna grund­völl fyrir því að setja á fót sérsniðnar ferðir fyrir Vestur-Íslend­inga til Vopna­fjarðar, Þist­il­fjarðar og nágrennis.

 

Í lok fundar var almenn umræða um verk­efni í ferða­þjón­ustu á Vopna­firði til fram­tíðar. Má þar nefna, lista­manna­setur, vopn­firska minja­gripi, markaðs­her­ferð fyrir sumarið, styrk­ingu innviða til að taka á móti ferða­fólki og yfir­ferð á stik­uðum göngu­leiðum.

Kynning Hermanns Bárðarsonar#kynning-hermanns-bardarsonar