Á Vopnafirði eru starfsstöðvar bæði lögreglu og sýslumanns. Austurbrú er einnig með skrifstofu í bænum.
Á Vopnafirði eru starfsstöðvar bæði lögreglu og sýslumanns. Austurbrú er einnig með skrifstofu í bænum.
Vopnafjarðarhreppur á og rekur lyfsölu á Vopnafirði. Afgreiðsla lyfsölunnar er til húsa að Kolbeinsgötu 8.
Mikil uppbygging hefur átt sér stað við höfnina. Hæst ber bygging brimvarnargarðs milli Miðhólma og Skipshólma en framkvæmdin hefur gjörbreytt aðstæðum innan hafnar ásamt nýjum viðlegukanti.
Slökkvistöðin á Vopnafirði er við Búðaröxl. Brunavarnir sveitarfélagsins eru á höndum Brunavarna á Austurlandi sem er rekstrarfélag nokkurra sveitarfélaga á svæðinu.
Umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi er víðfemt með sex starfsstöðvar; á Eskifirði Egilsstöðum, Fáskrúðsfirði, í Neskaupstað, á Djúpavogi og Vopnafirði.
Á Vopnafirði er útibú Sýslumannsins á Austurlandi en hann situr á Seyðisfirði.
Austurbrú vinnur að hagsmunamálum íbúa á Austurlandi og veitir samræmda og þverfaglega þjónustu tengda atvinnulífi, menntun og menningu.