Slökkvistöðin á Vopnafirði er við Búðaröxl.
Sé óskað eftir aðstoð slökkviliðs hringið þá strax í 112.
Um slökkvistöðina#um-slokkvistodina
Slökkvilið Vopnafjarðar hefur aðsetur að Búðaröxl. Þessi bygging var upprunalega byggð sem trésmíðaverkstæði. Byggingin öll er um 500 m² að stærð. Húsinu var skipt í tvo sjálfstæða helminga og keypti verslunareigandi minni helminginn og rak þar verslun í nokkur ár. Um 1995 keypti einkaaðili þann hluta og byggði við eitt bil í viðbót. Það var svo árið 2000 sem sveitarfélagið keypti húsnæðið sem slökkvistöð og hentar það þeirri starfsemi með ágætum. Á húsinu eru 3 útkeyrsludyr með fjarstýrðum rennihurðum. Þar er fundarsalur, kaffistofa og skrifstofa.
Skoðanaáætlun brunavarna 2022 | pdf / 66 kb |