Bruna­varnir


Slökkvi­stöðin á Vopna­firði er við Búðaröxl.

Sé óskað eftir aðstoð slökkvi­liðs hringið þá strax í 112.

Um slökkvistöðina#um-slokkvistodina

Slökkvilið Vopna­fjarðar hefur aðsetur að Búðaröxl. Þessi bygging var uppruna­lega byggð sem trésmíða­verk­stæði. Bygg­ingin öll er um 500 m² að stærð. Húsinu var skipt í tvo sjálf­stæða helm­inga og keypti versl­un­ar­eig­andi minni helm­inginn og rak þar verslun í nokkur ár. Um 1995 keypti einka­aðili þann hluta og byggði við eitt bil í viðbót. Það var svo árið 2000 sem sveit­ar­fé­lagið keypti húsnæðið sem slökkvi­stöð og hentar það þeirri starf­semi með ágætum. Á húsinu eru 3 útkeyrsludyr með fjar­stýrðum renni­hurðum. Þar er fund­ar­salur, kaffi­stofa og skrif­stofa.