Aust­urbrú


Aust­urbrú vinnur að hags­muna­málum íbúa á Aust­ur­landi og veitir samræmda og þverfag­lega þjón­ustu tengda atvinnu­lífi, menntun og menn­ingu. 

Aust­urbrú er sjálf­seign­ar­stofnun sem stofnuð var 8. maí 2012 á grunni Þekk­ing­ar­nets Aust­ur­lands, Þróun­ar­fé­lags Aust­ur­lands, Mark­aðs­stofu Aust­ur­lands og Menn­ing­ar­ráðs Aust­ur­lands og annast auk þess daglegan rekstur Sambands sveit­ar­fé­laga á Aust­ur­landi.

Starfs­stöðvar eru víðs­vegar á Aust­ur­landi. Á Vopna­firði er stað­settur einn verk­efna­stjóri, Sara Elísabet Svans­dóttir, verk­efna­stjóri umhverfis- og skipu­lags­mála og er hún með starfs­að­stöðu í samvinnu­húsi við Hafn­ar­byggð 19.

Aðstaða fyrir nemendur og próf er á neðri hæð Kaup­vangs.

Markmið Austurbrúar#markmid-austurbruar

  • Aust­urbrú vinnur að hags­muna­málum íbúa á Aust­ur­landi og veitir samræmda og þverfag­lega þjón­ustu tengda atvinnu­lífi, menntun og menn­ingu. Stofn­unin vinnur að þróun samfé­lags, atvinnu­lífs, háskóla­náms, símennt­unar, rann­sókna og menn­ing­ar­starfs á Aust­ur­landi.
  • Aust­urbrú er fyrsta stofnun sinnar tegundar á Íslandi. Mark­miðið með henni er að einfalda stjórn­sýslu, vera vett­vangur fyrir samstarf og samþætt­ingu og vinna metn­að­ar­fullt starf, íbúum Aust­ur­lands til hags­bóta.
  • Stofn­unin er með dreif­settar starfs­stöðvar á Aust­ur­landi og yfir 20 starfs­menn. Megin­mark­miðið með henni er að  vera vett­vangur fyrir samstarf og samþætt­ingu á þjón­ustu, nýta sameinað afl til að sækja fram, kalla eftir nýjum verk­efnum, bæði innlendum og erlendum, og vinna metn­að­ar­fullt starf, íbúum Aust­ur­lands til hags­bóta. Hún er í forsvari fyrir þróun atvinnu­lífs, samfé­lags, stjórn­sýslu, háskóla­náms, símennt­unar, rann­sókna, þekk­ingar- og menn­ing­ar­starfs á Aust­ur­landi.