Austurbrú vinnur að hagsmunamálum íbúa á Austurlandi og veitir samræmda og þverfaglega þjónustu tengda atvinnulífi, menntun og menningu.
Austurbrú er sjálfseignarstofnun sem stofnuð var 8. maí 2012 á grunni Þekkingarnets Austurlands, Þróunarfélags Austurlands, Markaðsstofu Austurlands og Menningarráðs Austurlands og annast auk þess daglegan rekstur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi.
Starfsstöðvar eru víðsvegar á Austurlandi. Á Vopnafirði er staðsettur einn verkefnastjóri, Sara Elísabet Svansdóttir, verkefnastjóri umhverfis- og skipulagsmála og er hún með starfsaðstöðu í samvinnuhúsi við Hafnarbyggð 19.
Aðstaða fyrir nemendur og próf er á neðri hæð Kaupvangs.
Markmið Austurbrúar#markmid-austurbruar
- Austurbrú vinnur að hagsmunamálum íbúa á Austurlandi og veitir samræmda og þverfaglega þjónustu tengda atvinnulífi, menntun og menningu. Stofnunin vinnur að þróun samfélags, atvinnulífs, háskólanáms, símenntunar, rannsókna og menningarstarfs á Austurlandi.
- Austurbrú er fyrsta stofnun sinnar tegundar á Íslandi. Markmiðið með henni er að einfalda stjórnsýslu, vera vettvangur fyrir samstarf og samþættingu og vinna metnaðarfullt starf, íbúum Austurlands til hagsbóta.
- Stofnunin er með dreifsettar starfsstöðvar á Austurlandi og yfir 20 starfsmenn. Meginmarkmiðið með henni er að vera vettvangur fyrir samstarf og samþættingu á þjónustu, nýta sameinað afl til að sækja fram, kalla eftir nýjum verkefnum, bæði innlendum og erlendum, og vinna metnaðarfullt starf, íbúum Austurlands til hagsbóta. Hún er í forsvari fyrir þróun atvinnulífs, samfélags, stjórnsýslu, háskólanáms, símenntunar, rannsókna, þekkingar- og menningarstarfs á Austurlandi.