Hvað er farsæld barna?#hvad-er-farsaeld-barna
Farsæld barna byggist á lögum sem tóku í gildi í janúar 2022 og ná yfir öll sveitarfélög, stofnanir og þjónustuveitendur.
Með samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna er markmiðið að bæta þjónustu við börn og fjölskyldur og stuðla að samvinnu og samstarfi þjónustuveitenda barna og fjölskyldna og fá þjónustu við hæfi. Þjónustan er skipulögð og samfellt og er veitt af þeim þjónustuveitendum sem eru best til þess fallnir að mæta þörfum viðkomandi barns hverju sinni.
Samþætting þjónustu snýst því um að eiga náið samstarf milli foreldra, barna, skóla og annarra sem veita barni þjónustu s.s. heilsugæsla og tómstundir.
Samþætting þjónustu er fyrir öll börn og fjölskyldur þegar þörf er á að samþætta mismunandi þjónustuveitendur.
Nánari upplýsingar um farsæld barna á vef farsældar barna hér.