Farsæld barna

Hvað er farsæld barna?#hvad-er-farsaeld-barna

Farsæld barna byggist á lögum sem tóku í gildi í janúar 2022 og ná yfir öll sveit­ar­félög, stofn­anir og þjón­ustu­veit­endur.

Með samþætt­ingu þjón­ustu í þágu farsældar barna er mark­miðið að bæta þjón­ustu við börn og fjöl­skyldur og stuðla að samvinnu og samstarfi þjón­ustu­veit­enda barna og fjöl­skyldna og fá þjón­ustu við hæfi. Þjón­ustan er skipu­lögð og samfellt og er veitt af þeim þjón­ustu­veit­endum sem eru best til þess fallnir að mæta þörfum viðkom­andi barns hverju sinni.

Samþætting þjón­ustu snýst því um að eiga náið samstarf milli foreldra, barna, skóla og annarra sem veita barni þjón­ustu s.s. heilsu­gæsla og tómstundir.

Samþætting þjón­ustu er fyrir öll börn og fjöl­skyldur þegar þörf er á að samþætta mismun­andi þjón­ustu­veit­endur.

Nánari upplýs­ingar um farsæld barna á vef farsældar barna hér.